Renault menn segja að nýr Megane verði að standa út úr fjöldanum til að ná hylli kaupenda og þannig sé þessi nýi bíll. Nýr Megane er 25 mm lægri á vegi en forverinn og 47 mm breiðari að framan og 39 mm breiðari að aftan. Bil milli hjóla hefur einnig lengst um 28 mm og bilið frá framöxli að fremsta punkti hefur styst til að gefa bílnum sportlegra útlit.
