Fagnar fertugsafmælinu með fjölskyldunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. september 2015 09:00 Barði hefur gaman af því að halda veislur þegar tími gefst til og segir þrítugsafmælið hafa verið eftirminnilegt. Mynd/LisaRoze Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“ Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“
Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00
Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30
Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55
Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00