Að skipa og hlýða Frosti Logason skrifar 10. september 2015 00:00 Líkt og langflestir þeirra sem samsettir eru úr holdi og blóði hef ég ekki verið ósnortinn af þeim fréttum sem berast af flóttafólki frá Sýrlandi þessa dagana. Hvernig er hægt annað en að finna til með manneskjum sem nauðbeygðar þurfa að flýja heimkynni sín og skilja allt sitt eftir í tættum sprengjurústum? Ég finn til ábyrgðar og mér finnst það skylda mín að bjóða slíka einstaklinga velkomna til Íslands ef ég fæ einhvern tímann tækifæri til þess. Þetta fólk er ekki að biðja um mikið. Einungis að fá að lifa lífi sínu við friðsamlegar aðstæður. Hjá okkur ríkir friður og við höfum nóg pláss. Nú gefst okkur tækifæri til þess að láta gott af okkur leiða. Þannig held ég að flestum okkar líði, fyrir utan nokkur skemmd epli sem hafa síðastliðin ár fengið að rotna hressilega í kjöraðstæðum á moggablogginu og öðrum viðlíka skúmaskotum samfélagsins. Það kom mér því örlítið á óvart að sjá móttökurnar sem íslenski blaðamaðurinn frá Stöð 2 fékk þegar hann kíkti á aðstæður í flóttamannabúðum í Búdapest á dögunum. Þar var gargað á hann og blótsyrði fengu að fjúka. Búðirnar líktust um of Guantanamo, sögðu vistmennirnir. Sjálfsagt vissu flóttamennirnir ekki að blaðamaðurinn væri útlendingur og auðvitað er ömurlegt að þurfa að hafast við í tjaldi í flóttamannabúðum. En þetta kom spánskt fyrir sjónir. Í flóttamannabúðum í Þýskalandi brutust líka út óeirðir um daginn þegar einhver dóninn tók upp á því að rífa blaðsíðu úr Kóraninum. Í frétt frá Austurríki hrópuðu flóttamenn á þarlend stjórnvöld að senda þeim rútur þegar heimamenn höfðu mætt á svæðið á einkabílum. Já, sumt er erfiðara að skilja en annað hugsaði ég um leið og upp fyrir mér rifjuðust orð föður míns heitins þegar ég sem ungur drengur tók stundum hressileg frekjuköst í stofunni heima. Skipað gæti ég væri mér hlýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Líkt og langflestir þeirra sem samsettir eru úr holdi og blóði hef ég ekki verið ósnortinn af þeim fréttum sem berast af flóttafólki frá Sýrlandi þessa dagana. Hvernig er hægt annað en að finna til með manneskjum sem nauðbeygðar þurfa að flýja heimkynni sín og skilja allt sitt eftir í tættum sprengjurústum? Ég finn til ábyrgðar og mér finnst það skylda mín að bjóða slíka einstaklinga velkomna til Íslands ef ég fæ einhvern tímann tækifæri til þess. Þetta fólk er ekki að biðja um mikið. Einungis að fá að lifa lífi sínu við friðsamlegar aðstæður. Hjá okkur ríkir friður og við höfum nóg pláss. Nú gefst okkur tækifæri til þess að láta gott af okkur leiða. Þannig held ég að flestum okkar líði, fyrir utan nokkur skemmd epli sem hafa síðastliðin ár fengið að rotna hressilega í kjöraðstæðum á moggablogginu og öðrum viðlíka skúmaskotum samfélagsins. Það kom mér því örlítið á óvart að sjá móttökurnar sem íslenski blaðamaðurinn frá Stöð 2 fékk þegar hann kíkti á aðstæður í flóttamannabúðum í Búdapest á dögunum. Þar var gargað á hann og blótsyrði fengu að fjúka. Búðirnar líktust um of Guantanamo, sögðu vistmennirnir. Sjálfsagt vissu flóttamennirnir ekki að blaðamaðurinn væri útlendingur og auðvitað er ömurlegt að þurfa að hafast við í tjaldi í flóttamannabúðum. En þetta kom spánskt fyrir sjónir. Í flóttamannabúðum í Þýskalandi brutust líka út óeirðir um daginn þegar einhver dóninn tók upp á því að rífa blaðsíðu úr Kóraninum. Í frétt frá Austurríki hrópuðu flóttamenn á þarlend stjórnvöld að senda þeim rútur þegar heimamenn höfðu mætt á svæðið á einkabílum. Já, sumt er erfiðara að skilja en annað hugsaði ég um leið og upp fyrir mér rifjuðust orð föður míns heitins þegar ég sem ungur drengur tók stundum hressileg frekjuköst í stofunni heima. Skipað gæti ég væri mér hlýtt.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun