Fyrsta þrívíddartískudúkkan lítur dagsins ljós Ritstjórn skrifar 28. september 2015 12:45 Lindsay Vixson Fyrsta þriííddarprentaða tískudúkkan hefur litið dagsins ljós. Var fyrirsætan Lindsay Vixon fyrirmynd dúkkunar, sem tók heilt ár að þróa og búa til. Til þess að gera dúkkuna var allur líkami Vixon skannaður inn og mældur og því næst prentuð út í þrívíddarprentara í púðri. Þaðan tóku förðunarfræðingurinn Ralph Siciliano, hárgreiðslumeistarinn Thanos Samaras og stílistinn Charlotte Stockdale við og bjuggu til níu mismunandi útgáfur af dúkkunni.ChanelÖll fötin sem dúkkan klæðist eru föt af tískupöllunum og valdi Stockdale sín uppáhalds sem voru síðan útfærð á dúkkuna. Efni í fötin voru prentuð í mini útgáfu og í efnum sem pössuðu við efni og áferð dúkkunar. Hárið og förðunin voru sérvalin útfrá fötunum, en þó þannig að persónueinkennum Vixon yrðu gerð góð skil. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og inni á heimasíðu verkefnisins modollproject.com má finna myndbönd frá gerð dúkkunar. Hún verður einungis framleidd í takmörkuðu upplagi og ekki er vitað hvort og þá hvar hún verður seld eða til sýnis. Marc JacobsMiu MiuSaint LaurentPradaRalph LaurenFendiGucci Glamour Fegurð Mest lesið Götustíllinn á tískuvikunni í Helsinki Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Vinsælustu stílistar stjarnanna Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Emily Ratajkowski röltir um götur New York á undirfötunum Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour Stjörnur í stuttum pilsum Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour
Fyrsta þriííddarprentaða tískudúkkan hefur litið dagsins ljós. Var fyrirsætan Lindsay Vixon fyrirmynd dúkkunar, sem tók heilt ár að þróa og búa til. Til þess að gera dúkkuna var allur líkami Vixon skannaður inn og mældur og því næst prentuð út í þrívíddarprentara í púðri. Þaðan tóku förðunarfræðingurinn Ralph Siciliano, hárgreiðslumeistarinn Thanos Samaras og stílistinn Charlotte Stockdale við og bjuggu til níu mismunandi útgáfur af dúkkunni.ChanelÖll fötin sem dúkkan klæðist eru föt af tískupöllunum og valdi Stockdale sín uppáhalds sem voru síðan útfærð á dúkkuna. Efni í fötin voru prentuð í mini útgáfu og í efnum sem pössuðu við efni og áferð dúkkunar. Hárið og förðunin voru sérvalin útfrá fötunum, en þó þannig að persónueinkennum Vixon yrðu gerð góð skil. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og inni á heimasíðu verkefnisins modollproject.com má finna myndbönd frá gerð dúkkunar. Hún verður einungis framleidd í takmörkuðu upplagi og ekki er vitað hvort og þá hvar hún verður seld eða til sýnis. Marc JacobsMiu MiuSaint LaurentPradaRalph LaurenFendiGucci
Glamour Fegurð Mest lesið Götustíllinn á tískuvikunni í Helsinki Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Vinsælustu stílistar stjarnanna Glamour Drottningin á afmæli í dag Glamour Emily Ratajkowski röltir um götur New York á undirfötunum Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Förðunarbloggari frá Suður-Kóreu breytir sér í Taylor Swift Glamour Stjörnur í stuttum pilsum Glamour Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Glamour