Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 10:44 Kínversku ferðamennirnir að raka ofan í förin. Mynd/Kristinn Jón Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. Ferðamennirnir voru á tveimur jeppum og voru staðnir að því að spóla í hringi og keyra upp í brekkur um tíu kílómetra frá þessari fjölsóttu náttúruperlu landsins. Kristinn segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið að leika sér á um það bil níu hektara svæði. Talið er að förin sem þeir skildu eftir sig hafi verið um eins kílómetra löng. Kristinn fór aftur með Kínverjana á skemmda svæðið og lét þá taka til hendinni.Förin sem ferðamennirnir skildu eftir. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.Mynd/Kristinn Jón„Ég lét þau raka eftir sig í um tvo klukkutíma,“ segir Kristinn. Viðbrögðin hafi verið nokkuð góð. „Þau tóku bara vel í það. Ég var svo reiður við þau.“ Sektir geta verið háar fyrir utanvegaakstur en ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögrelgu. Sem dæmi var erlendur ferðamaður sektaður um 150 þúsund krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum fyrr í sumar. Uppfært klukkan 00:20Ökumaður hvors bíls var sektaður um 100 þúsund krónur að því er kemur fram í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.Í gær fór Lögreglan á Suðurlandi að Hnausapolli, sem er skammt frá Landmannalaugum. Skammt frá Hnausapolli höfðu tveir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 28, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53 Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34 150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. Ferðamennirnir voru á tveimur jeppum og voru staðnir að því að spóla í hringi og keyra upp í brekkur um tíu kílómetra frá þessari fjölsóttu náttúruperlu landsins. Kristinn segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið að leika sér á um það bil níu hektara svæði. Talið er að förin sem þeir skildu eftir sig hafi verið um eins kílómetra löng. Kristinn fór aftur með Kínverjana á skemmda svæðið og lét þá taka til hendinni.Förin sem ferðamennirnir skildu eftir. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.Mynd/Kristinn Jón„Ég lét þau raka eftir sig í um tvo klukkutíma,“ segir Kristinn. Viðbrögðin hafi verið nokkuð góð. „Þau tóku bara vel í það. Ég var svo reiður við þau.“ Sektir geta verið háar fyrir utanvegaakstur en ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögrelgu. Sem dæmi var erlendur ferðamaður sektaður um 150 þúsund krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum fyrr í sumar. Uppfært klukkan 00:20Ökumaður hvors bíls var sektaður um 100 þúsund krónur að því er kemur fram í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.Í gær fór Lögreglan á Suðurlandi að Hnausapolli, sem er skammt frá Landmannalaugum. Skammt frá Hnausapolli höfðu tveir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 28, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53 Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34 150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53
Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34
150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29