Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun