Napoli vann Ítalíu-meistara Juventus í Seríu-A deildinni í kvöld, en leikurinn fór 2-1 fyrir Napoli.
Lorenzo Insigne gerði fyrsta mark leiksins og kom Napoli yfir. Það var síðan Gonzalo Higuain sem kom Napoli í 2-0 eftir um klukkutíma leik. Mario Lemina minnkaði muninn fyrir meistarana undir lokin en þeir komust ekki lengra.
Juventus er aðeins með fimm stig í þrettánda sæti deildarinnar á meðan Napoli er með níu stig í áttunda sæti.
