Íslendingur verður meistari bæði hjá körlum og konum í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2015 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir var maður leiksins í landsleiknum gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn. vísir/valli Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Íslendingur verður sænskur meistari í úrvalsdeild karla og kvenna í Svíþjóð á þessu tímabili. Svo mikið er víst. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeild karla eru með Íslending innanborðs og tvö bestu liðin í úrvalsdeild kvenna eru með landsliðskonur Íslands innan sinna raða. Þegar fimm umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla eru þrjú Íslendingalið efst og jöfn með 54 stig og það fjórða er svo með 47 stig. IFK Gautaborg (Hjálmar Jónsson), IFK Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og AIK (Haukur Heiðar Hauksson) eru öll með 54 stig eftir 25 umferðir en Gautaborgarliðið er með bestu markatöluna. Gautaborg gerði jafntefli við Elfsborg, 1-1, á útivelli í gær og missti þar af tækifæri til að vera með tveggja stiga forskot. Hjálmar Jónsson hefur leikið í mörg ár með liðinu, en Arnór Ingvi er á öðru ári með Norrköping og Haukur Heiðar á fyrsta ári með AIK. Nú klikki öll liðin þrjú á lokasprettinum, sem er ekki líklegt, eru meistarar Malmö með landsliðsmanninn Kára Árnason innanborðs klárir með 47 stig í fjórða sætinu. Þeir verja þó að öllum líkindum ekki titilinn í ár.Arnór Ingvi Traustason getur orðið meistari á öðru tímabili.mynd/ifkBarátta landsliðskvenna Í úrvalsdeild kvenna er Eskilstuna United nokkuð óvænt á toppnum með 43 stig og hefur fjögurra stiga forskot á stórliðið og ríkjandi meistara í Rosengård. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrrverandi leikmaður HK/Víkings og Íslandsmeistari með Stjörnunni, er á sínu fyrsta ári með Eskilstuna og að standa sig frábærlega. Þær eru búnar að tapa báðum leikjunum fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur og félögum í Rosengård en eru engu að síður með fjögurra stiga forskot á toppnum. Rosengård hefur unnið sænska meistaratitilinn þrisvar sinnum á fjórum árum. Þó Linköping sé rétt á eftir Rosengård má slá því föstu að annað hvort Glódís eða Sara verður meistari í ár. Glódís Perla og stöllur hennar eru búnar að vinna sex leiki í röð og stefna hraðbyri að titlinum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira