Starfshópur ráðherra: Leggja til að foreldrar geti samið um skipta búsetu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 11:09 Skipt búseta verður skráð í Þjóðskrá Íslands nái tillögur starfshópsins í gegn. Vísir/Getty Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015. Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Starfshópur á vegum innanríkisráðherra leggur til að tekið verði upp ákvæði í barnalögum þar sem foreldrum sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala upp saman á tveimur heimilum, verði veitt heimild til að semja um skipta búsetu barns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sá samningur eigi að hafa í för með sér ákveðin réttaráhrif eins og að opinber stuðningur skiptist jafnt á milli foreldra, meðlag falli sjálfkrafa niður og skipt búseta verði skráð í Þjóðskrá Íslands þar sem hægt sé að miðla þeim upplýsingum.Hópurinn, sem var stofnaður í byrjun árs, hefur skilað skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti. 1. Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á.m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla, grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir. Það sem barni er fyrir bestu skuli átíð vera í fyrirrúmi. 2. Að opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta. 3. Að meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað. 4. Að stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt. 5. Að skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.Skýrsluna (PDF) í heild má lesa í viðhengi neðan við fréttina.Nokkur skilyrði þarf að uppfylla vegna skiptrar búsetu.vísir/vilhelmHópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu. Ef forsendurnar bresta þurfa foreldrar að leita til sýslumanns og fara í sáttameðferð.Sameiginleg forsjá Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.Samkomulag um lögheimili barns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldrar komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barn eigi lögheimili þar sem það getur aðeins átt lögheimili á einum stað.Gott samstarf foreldra Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að til staðar sé góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Mikilvægt er að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli. Það er mat starfshópsins að gott samstarf lýsi sér í jafnræði milli foreldra sem sýni hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust.Nálægð heimila Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Þá er mikilvægt, að mati starfshópsins, að barn sé einungis í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.Staðfesting sýslumanns Skilyrði fyrir skiptri búsetu er að samningur þess efnis verði háður staðfestingu sýslumanns. Sýslumanni ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með sér. Þá telur starfshópurinn nauðsynlegt að sýslumanni verði heimilt að synja um staðfestingu á skiptri búsetu ef skilyrði eru ekki uppfyllt eða sýslumaður telur skipta búsetu ekki þjóna hagsmunum barnsins.Ráðgjöf Starfshópurinn leggur áherslu á að áður en sýslumaður staðfestir samning foreldra um skipta búsetu verði þeim gert skylt að fá ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir. Þannig verði unnt að stuðla að því að foreldrar fái frekari fræðslu og ráðgjöf um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. Starfshópurinn var skipaður í byrjun árs 2015. Í honum áttu eftirtaldir sæti: Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni sem formaður, tilnefnd af innanríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Bóas Valdórsson, sálfræðingur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, tilnefndur af Sýslumannafélagi Íslands, Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Með starfshópnum unnu Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Suðurnesjum, og Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, fram til júlí 2015. Þá starfaði Lilja Borg Viðarsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, með hópnum í ágúst 2015.
Alþingi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira