Það var ekki bara litríkur og skrautlegur fatnaður þeirra sem heillaði ritstjórn Glamour, heldur var það þessi dásamlega klipping í anda Prins Valiant sem greip athygli okkar.
Skyldi vera að þessi sérstaka klipping, sem var gríðarlega vinsæl á áttunda áratugnum, sé að snúa aftur með hækkandi sól?
Upp með hárblásarann, krulluburstann og hárspreyið fyrir næsta sumar.
