Þingmaðurinn og páfinn Ögmundur Jónasson skrifar 22. september 2015 07:00 Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þingmaðurinn sem vísað er til í fyrirsögninni er Frosti Sigurjónsson. Og páfinn er Franciscus, sá sem nú situr í Róm. Þannig að þetta greinarkorn fjallar um þá Frosta og Franciscus. Nú veit ég ekki hve margt þessir tveir eiga sameiginlegt. En vissulega þó eitt: Báðir hafa talað fyrir breyttu banka- og peningakerfi. Franciscus páfi sagði nýlega að fjármálakreppan sem nú væri við að eiga „ætti rót í djúpri mannlegri kreppu, afneitun mennskunnar“. Og á prenti er eftirfarandi að finna eftir páfa: „Við höfum skapað okkur nýjar fyrirmyndir. Hinn forni gullkálfur er genginn aftur og birtist okkur í nöturlegri tilbeiðslu á fjármagni og alræði þeirrar hagfræði sem býr ekki yfir neinni sýn á mannlegan tilgang.“ Og enn skrifar páfi: „Við þurfum að ráðast í breytingar á fjármálakerfinu samkvæmt því siðferði sem stuðlar að hagsæld fyrir alla. Peningar eiga að þjóna, ekki stjórna.“ Frosti Sigurjónsson myndi eflaust ekki orða hlutina með þessum hætti og kannski hugsa að einhverju leyti á öðrum nótum. Hann styður jú ríkisstjórn sem starfar engan veginn eftir þessari forskrift frá páfanum í Róm. Svo er Frosti sjálfur reynslumikill bisnissmaður og fyrrum stjórnarmaður í Verslunarráðinu. Þar var gullkálfurinn oftar en ekki í hávegum hafður. En þótt Frosti Sigurjónsson kunni að vera málsvari frjálsrar samkeppni, þá hefur hann manna heilastur og af þekkingu og yfirvegun talað fyrir því að fjármálakerfið fari inn á nýjar brautir og að samkeppnin verði í átt að því sem Fransiscus páfi boðar; að það þjóni almenningi en ekki eigendum sínum til þess að skapa þeim arð. Þess vegna þurfi þjóðin að ráða yfir kjölfestu í fjármálalífinu sem setji þar tóninn og viðmiðin. Ég er ekki í vafa um að viðskiptamódel Frosta myndi ganga upp; ófá vildum við án efa vilja skipta við Landsbankann, gangi tillögur Frosta eftir að sá banki verði alfarið í almannaeign og leggi áherslu á hagkvæm lán og lítinn vaxtamun. Ýmsir samstarfsmenn Frosta vilja hins vegar selja bankann og hafa hann í stíunni með öllum hinum gullkálfunum. Þjóðin á enn Landsbankann. Hann færir ríkissjóði yfir 20 milljarða í arð á þessu ári. Ef ég skil Frosta rétt þá vill hann að þessi arður verði minni og skili sér í sanngjarnara og ódýrara bankakerfi sem þjóni fólki en ekki fjármagni. Ég er honum sammála.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun