Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2015 07:00 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM. Vísir/Getty Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili. Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Sterkt lið KR-inga í Dominos-deild karla í körfubolta varð enn þá óárennilegra í gær þegar einn besti leikstjórnandi landsins, Ægir Þór Steinarsson, skrifaði undir samning við Íslandsmeistarana. Ægir hefur spilað undanfarin tímabil í sænsku deildinni en nú ætlar að hann að skipta út gula Fjölnislitnum fyrir svart-hvítan búning KR-inga. „Ég get alveg búist við því að einhverjir Fjölnisbúningar merktir mér verði kannski brenndir hér í Voginum,“ segir Ægir hlæjandi en bætir svo við: „Svona er bara boltinn. Ég er gríðarlega sáttur við það að hafa tekið þessa ákvörðun. Það verða alveg örugglega einhverjir sárir en þetta snýst bara um mig sjálfan og það sem ég vil gera. Ég vil vera partur af þessu batteríi.“ Ægir spilaði síðast heilt tímabil hér á landi 2010-11 en þá var hann með 16,1 stig og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn gaf þá fleiri stoðsendingar í deildinni. „Þeir sýndu áhuga snemma sumars og ég hafði það alltaf í huga þó svo að markmiðið hjá mér hafi alltaf verið að spila úti. Það er ekki raunin þetta árið og þá langaði mig bara að taka slaginn með KR og reyna mig í því krefjandi verkefni að spila með Íslandsmeisturunum í frábæru liði, í frábærri umgjörð og fyrir frábæran þjálfara,“ segir hann. Ægir er nýkominn heim frá Evrópumótinu í körfubolta, þar sem hann stóð sig vel þær mínútur sem hann fékk að glíma við risana hjá mótherjum íslenska liðsins. Nú fær hann að kynnast hinni hliðinni því það verður mikil pressa á KR-liðinu í vetur, ekki síst eftir að Vesturbæingar nældu í einn eftirsóttasta íslenska leikmanninum á markaðnum.Var alltaf „extra“ tilbúinn á móti KR „Ástæðan fyrir því að ég er að fara í Vesturbæinn er að þar er umhverfi sem maður vill vera í og þar er krafan um árangur. Nú vill maður taka þeirri áskorun. Það er ekkert skrítið að allir vilji vinna KR, liðið sem er búið að vinna síðustu tvö ár. Ég veit það sjálfur að þegar maður hefur mætt KR í gegnum tíðina þá hefur maður verið „extra“ tilbúinn. Það er frábært að vera í þannig umhverfi. Ég er í þessu til að vinna titla og skapa einhverjar minningar sem munu verða ógleymanlegar,“ segir hann. Ægir spilaði í tvö ár með Sundsvall Dragons og sér fram á svipað hlutverk hjá KR. „Ég hef verið varnarsinnaður og sem leikstjórnandi að stjórna sóknarleiknum. Ég hef alveg tileinkað mér það hlutverk og það mun ekkert breytast út í KR.“Samvinna við Pavel Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig samvinnu landsliðsmannanna Pavels Ermolinskij og Ægis verður háttað á komandi tímabili. Þeir ræddu framhaldið á dauðum tímum með landsliðinu í sumar. „Pavel er í KR og við höfum rætt mikið saman um hvernig við ætlum að hafa þetta. Maður veit það vel að Pavel hefur verið í þessari stöðu í KR-liðinu. Það er ákveðin samvinna sem verður þar við lýði. Breiddin í KR-liðinu er þannig að það eru margir sem geta gert margt. Við erum allir þannig leikmenn að við finnum út hvernig við virkum best sem ein heild. Þetta verður því lítið mál,“ segir hann. Ægir fékk smá pásu eftir Evrópumótið í Berlín en byrjaði á fullu að æfa í gær. „Ég er nýbúinn að ná aftur báðum fótum niður á jörðina eftir þennan rússíbana. Ég er orðinn hungraður í það að byrja aftur og halda áfram,“ sagði Ægir spenntur fyrir komandi tímabili.
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum