Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. september 2015 19:00 Alfreð í baráttunni gegn Alexis Sanchez. Vísir/Getty „Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
„Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti