Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 11:24 Mikil ólga er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um þessar mundir. Visir/Pjetur „Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Við þurfum að fá hina hlið málsins,“ segir Lúðvík Bergvinsson sem hefur óskað eftir skriflegum rökstuðningi vegna uppsagnar umbjóðanda hans sem aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Undir lok síðasta mánaðar barst Hafliða Páli Guðjónssyni bréf frá skólameistara FVA, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem tilkynnt var að honum hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðarskólameistari skólans. Hann hafði fyrr um vorið verið ráðinn til að sinna því starfi eftir að hafa starfað við kennslu í FVA.Kvaddi sér hljóðs á kennarastofunniSkessuhorn fjallaði um mál Hafliða í gær þar sem kom fram að hann hefði kvatt sér hljóðs á kennarastofunni í síðustu viku þar sem hann tilkynnti samstarfsfólki sínu að honum hefði verið sagt upp störfum. Í gær barst honum svo annað bréf þar sem honum var tilkynnt að hann þyrfti ekki að vinna uppsagnarfrestinn og var gert að skila lyklunum og yfirgefa skólann.„Mjög sérstakt“ Lúðvík segir að þegar rökstuðningur á uppsögn Hafliða liggur fyrir verði mótuð bótakrafa og menntamálaráðuneytinu gerð grein fyrir henni. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp.“ Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA um síðustu áramót og hafa ákvarðanir hennar valdið nokkurri óánægju innan skólans. Skessuhorn segir til að mynda frá því að sjö ræstingakonum við fjölbrautaskólann hefði verið sagt upp störfum snemma á liðnu vori og olli sú ákvörðun uppnámi og andmælum. Í samtali við Skessuhorn í gær sagði Reynir Þór Eyvindsson, formaður skólanefndar FVA, að starfsandinn virtist ekki vera góður á vinnustaðnum. „Þarna eiga sér stað stjórnunarhætti sem hafa ekki verið fallnir til vinsælda.“Ítrekaðar kvartanir til ráðuneytisins Vísir ræddi við Reyni í dag sem segir kennara hjá FVA hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna þeirra aðstæðna sem eru uppi hjá skólanum en ráðuneytið hafi ákveðið að aðhafast ekki. Nú hafa kennararnir ákveðið að senda aðra kvörtun til ráðuneytisins en óánægja þeirra snýr aðallega að þeim niðurskurði sem ráðist hefur verið í við skólann. Hann segir skólanefndina hafa haft áhyggjur af þessu máli í töluverðan tíma og að hún muni væntanlega senda ráðuneytinu yfirlýsingu í dag. Hann segir skólanefndina telja að illa hefði verið staðið að ráðningu skólameistarans um síðustu áramót og hefur nefndin í tvígang sent ráðuneytinu kvörtunarbréf en hvorugu þeirra hefur verið svarað. Ekki náðist í Ágústu Elínu við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira