Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán sem Stundin hefur heimildir fyrir að ráðherrann hafi þegið frá Orku Energy.
Illugi var í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag þar sem hann sagðist ekki ætla að opna heimabanka sinn fyrir blaðamönnum, og lét einnig hafa eftir sér.
„Ég ítreka það að um mig hljóta að gilda sömu reglur og um aðra stjórnmálamenn. Hvaða upplýsingar eigum við að gefa, til fjölmiðla, til þingsins? Ég skorast ekkert undan því að gefa slíkar upplýsingar en ég vil heldur ekki að það gildi einhverjar sérstakar reglur um mig þannig að menn geti farið dýpra ofan í mín persónulegu mál en annarra.“
Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy

Tengdar fréttir

Mistök að upplýsa ekki allt strax
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali.

Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“
Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag.

Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“
Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy.