Fyrrum Top Gear liðar hefja tökur á nýjum þáttum Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 09:52 Þremenningarnir fyrir framan þrjá ofursportbíla við tökur á nýjum þáttum fyrir Amazon Prime. Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Þó svo ekki sé vitað hvenær sýningar á nýjum bílaþáttum þeirra fyrrum Top Gear liða, Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May, né heldur hvað þættirnir eiga að heita, þá eru tökur hafnar á nýjum þáttum þeirra fyrir Amazon Prime. Eins og sést á myndinni að ofan eru þeir kollegar að taka til kostanna ofursportbílana Porsche 918 Spyder, Ferrari LaFerrari og McLaren P1 á keppnisbraut og verður forvitnilegt að sjá hver þeirra hlýtur mesta náð fyrir augum þremenninganna. Haft er eftir þremenningunum að umsvif þáttagerðarinnar sé ekki í líkingu við það sem var við gerð Top Gear þáttanna, en ekki vantar þó fólk á staðinn, eins og á myndinni sést. Það ríkir mikil gleði meðal þeirra þriggja að vera aftur farnir að taka upp bílaþætti og sérstaklega með óbreytt stjórnendalið sem staðið hefur þétt saman eftir að Jeremy Clarkson var vikið frá störfum á BBC.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent