Grafreitur guðanna Frosti Logason skrifar 8. október 2015 07:00 Samviskufrelsi presta og hönnunarkeppni um mörg hundruð milljóna króna mosku eru alvarlegar áminningar um íslenskt samfélag. Hugmyndin um tilvist yfirnáttúrulegs guðs lifir greinilega enn góðu lífi hjá fjölmörgu vel upplýstu fólki. Vissulega hafa allir rétt á sinni skoðun og sumum finnst eðlilegt að hver og einn trúi bara þeirri vitleysu sem hverjum og einum hentar. Fyrir mér er það einfaldlega óheppilegt fyrirkomulag. Í mínum huga ættum við öll að geta komið okkur saman um að trúa bara staðreyndum og kastað öðru rugli í sameiningu á sorphaugana. Við höfum gert það áður með góðum árangri. Bandaríski höfundurinn H.L. Mencken benti á, fyrir tæpri öld síðan, í greininni „Hvar er grafreitur hinna dauðu guða?“ að guðirnir sem mannkynið hefur tilbeðið eru þegar allt er saman lagt hátt í tíu þúsund talsins. Óðinn, Þór, Seifur og Póseidon dvelja allir saman í þessum týnda grafreit. Þegar vel er að gáð eru í raun og veru bara þrír hugsanlegir möguleikar sem koma til greina þegar við hugsum um tilvist guða. Fyrsti möguleikinn er sá að allir séu þeir blekking og í raun hafi það verið maðurinn sem skapaði guð en ekki öfugt eins og svo oft er haldið fram. Annar möguleikinn, sem um leið er sennilega sá ólíklegasti, er sá að allir guðirnir séu raunverulegir. En til að trúa því þarf viðkomandi að vera með hressilega fjörlegt ímyndunarafl. Þriðji möguleikinn er svo sá að aðeins einn af þessum tíu þúsund guðum sé sannur. Ef við ákveðum að það sé til dæmis kristni þarf viðkomandi líka að tilheyra réttu útgáfunni af henni. Hvort sem það er að vera kaþólikki, mótmælandi eða mormóni. Trúir því einhver, sé tekið mið af einföldum líkindareikningi og umfanginu á þessu öllu saman, að þessi þriðji og síðasti möguleiki sé raunverulegur? Það, snillingur góður, er stóra spurning dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Samviskufrelsi presta og hönnunarkeppni um mörg hundruð milljóna króna mosku eru alvarlegar áminningar um íslenskt samfélag. Hugmyndin um tilvist yfirnáttúrulegs guðs lifir greinilega enn góðu lífi hjá fjölmörgu vel upplýstu fólki. Vissulega hafa allir rétt á sinni skoðun og sumum finnst eðlilegt að hver og einn trúi bara þeirri vitleysu sem hverjum og einum hentar. Fyrir mér er það einfaldlega óheppilegt fyrirkomulag. Í mínum huga ættum við öll að geta komið okkur saman um að trúa bara staðreyndum og kastað öðru rugli í sameiningu á sorphaugana. Við höfum gert það áður með góðum árangri. Bandaríski höfundurinn H.L. Mencken benti á, fyrir tæpri öld síðan, í greininni „Hvar er grafreitur hinna dauðu guða?“ að guðirnir sem mannkynið hefur tilbeðið eru þegar allt er saman lagt hátt í tíu þúsund talsins. Óðinn, Þór, Seifur og Póseidon dvelja allir saman í þessum týnda grafreit. Þegar vel er að gáð eru í raun og veru bara þrír hugsanlegir möguleikar sem koma til greina þegar við hugsum um tilvist guða. Fyrsti möguleikinn er sá að allir séu þeir blekking og í raun hafi það verið maðurinn sem skapaði guð en ekki öfugt eins og svo oft er haldið fram. Annar möguleikinn, sem um leið er sennilega sá ólíklegasti, er sá að allir guðirnir séu raunverulegir. En til að trúa því þarf viðkomandi að vera með hressilega fjörlegt ímyndunarafl. Þriðji möguleikinn er svo sá að aðeins einn af þessum tíu þúsund guðum sé sannur. Ef við ákveðum að það sé til dæmis kristni þarf viðkomandi líka að tilheyra réttu útgáfunni af henni. Hvort sem það er að vera kaþólikki, mótmælandi eða mormóni. Trúir því einhver, sé tekið mið af einföldum líkindareikningi og umfanginu á þessu öllu saman, að þessi þriðji og síðasti möguleiki sé raunverulegur? Það, snillingur góður, er stóra spurning dagsins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun