Egilsstaðabúar fagna millilandaflugi Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2015 15:50 Björn bæjarstjóri á Egilsstöðum, og fólk eystra fagnar því nú að geta nú flogið beint til London. Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Egilsstöðum segir fyrirliggjandi að nýtt millilandaflug, sem kynnt var á Egilsstaðaflugvelli í dag, muni hafa veruleg áhrif þar eystra. „Það byrjar í maí og stendur til loka september – í fyrstu,“ segir Björn í samtali við Vísi. Flugið verður á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World og hefur átt sér töluverðan aðdraganda. Skrifstofan leigir 144 sæta Boeing 737-700 vélar í verkið. Austurfrétt greindi frá þessu á sínum vef í dag og er sagt að ætlað sé að hvert flug kosti um sex milljónir króna þannig að einhvern tíma gæti tekið að byggja upp flugleiðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var viðstaddur kynninguna sem og þingmenn kjördæmisins að hluta.Ríkið kemur ekki að þessum samningum Björn segir að ríkið komi ekki að þessum samningi enda sé ekkert slíkt regluverk í gangi. „Menn hafa verið að vinna skoðun á þessu og getur verið að það nýtist inní þetta en það er ekki forsenda þess að menn hefja þetta flug. En, það er ljóst, og hefur það komið fram hjá forsvarsmönnum ferðaþjónustuaðilans, að þeir binda vonir við að það verði komið á svipuðu fyrirkomulagi og er í Skandinavíu og norðanverðri Evrópu; þróunarstyrkir þegar menn eru að hefja flug á nýja áfangastaði. En það er ekki til staðar og þar af leiðandi ekki forsenda þessa.“ En, menn eru býsna kátir fyrir austan að sögn Björns. „Auðvitað hefur þetta áhrif á ferðaþjónustuna hér, ef við byrjum á því. Þetta eru að megninu til erlendir ferðamenn sem eru að koma inn í landið frá Gatwick; þetta mun hafa áhrif á þann þátt. Svo er það líka, þessar flugvélar eru að fljúga líka út og þá mun verða alvöru valkostur fyrir atvinnulíf og íbúa á svæðinu til að nýta flugið, á allt öðrum kjörum en við erum að upplifa á dag.“Kostar meira að komast á Leifsstöð en flugið út Björn bæjarstjóri lýsir því svo að í dag kosti það íbúa fyrir austan talsvert meira að komast að flugvélinni heldur en flugið sjálft út í heim. „Við erum kannski að sjá tilboð í flug, hugsum sem svo að gaman gæti veirð að skella sér, en svo kostar það hátt í 50 þúsund kall að komast á staðinn eða það er átta til tíu tíma keyrsla. Áhrifin af þessu munu verða töluverð. Ánægjulegt að menn geti nýtt þessa velli sem uppfylla þessar kröfur um alþjóðastaðla eins og Egilstaða flugvöllur gerir og að við náum að dreifa umferðinni. Gerir ferðamennskunni í landinu í heild mjög gott.“Gleðitíðindi fyrir svæðið allt Auk forsætisráðherra og þingmanna voru forstjóri Isavia viðstaddir kynninguna nú áðan. „Og svo félagar okkar fyrir norðan, formaður Eyþings, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Eyjafjarðarsvæðinu. Til umfjöllunar hefur verið að það hyllir undir beint flug til Akureyrar frá Kaupmannahafnar. Þetta er í sjálfu sér mikil gleðitíðindi fyrir okkur sem búum á þessu svæði. Það er innan við þriggja tíma akstursfjarlægð frá þessu svæði. Og sömuleiðis er býður þetta uppá möguleika fyrir norðlendinga að nýta þessa gátt sem opnast hér. Já, við erum ágætlega sátt við þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Egilsstöðum segir fyrirliggjandi að nýtt millilandaflug, sem kynnt var á Egilsstaðaflugvelli í dag, muni hafa veruleg áhrif þar eystra. „Það byrjar í maí og stendur til loka september – í fyrstu,“ segir Björn í samtali við Vísi. Flugið verður á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World og hefur átt sér töluverðan aðdraganda. Skrifstofan leigir 144 sæta Boeing 737-700 vélar í verkið. Austurfrétt greindi frá þessu á sínum vef í dag og er sagt að ætlað sé að hvert flug kosti um sex milljónir króna þannig að einhvern tíma gæti tekið að byggja upp flugleiðina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var viðstaddur kynninguna sem og þingmenn kjördæmisins að hluta.Ríkið kemur ekki að þessum samningum Björn segir að ríkið komi ekki að þessum samningi enda sé ekkert slíkt regluverk í gangi. „Menn hafa verið að vinna skoðun á þessu og getur verið að það nýtist inní þetta en það er ekki forsenda þess að menn hefja þetta flug. En, það er ljóst, og hefur það komið fram hjá forsvarsmönnum ferðaþjónustuaðilans, að þeir binda vonir við að það verði komið á svipuðu fyrirkomulagi og er í Skandinavíu og norðanverðri Evrópu; þróunarstyrkir þegar menn eru að hefja flug á nýja áfangastaði. En það er ekki til staðar og þar af leiðandi ekki forsenda þessa.“ En, menn eru býsna kátir fyrir austan að sögn Björns. „Auðvitað hefur þetta áhrif á ferðaþjónustuna hér, ef við byrjum á því. Þetta eru að megninu til erlendir ferðamenn sem eru að koma inn í landið frá Gatwick; þetta mun hafa áhrif á þann þátt. Svo er það líka, þessar flugvélar eru að fljúga líka út og þá mun verða alvöru valkostur fyrir atvinnulíf og íbúa á svæðinu til að nýta flugið, á allt öðrum kjörum en við erum að upplifa á dag.“Kostar meira að komast á Leifsstöð en flugið út Björn bæjarstjóri lýsir því svo að í dag kosti það íbúa fyrir austan talsvert meira að komast að flugvélinni heldur en flugið sjálft út í heim. „Við erum kannski að sjá tilboð í flug, hugsum sem svo að gaman gæti veirð að skella sér, en svo kostar það hátt í 50 þúsund kall að komast á staðinn eða það er átta til tíu tíma keyrsla. Áhrifin af þessu munu verða töluverð. Ánægjulegt að menn geti nýtt þessa velli sem uppfylla þessar kröfur um alþjóðastaðla eins og Egilstaða flugvöllur gerir og að við náum að dreifa umferðinni. Gerir ferðamennskunni í landinu í heild mjög gott.“Gleðitíðindi fyrir svæðið allt Auk forsætisráðherra og þingmanna voru forstjóri Isavia viðstaddir kynninguna nú áðan. „Og svo félagar okkar fyrir norðan, formaður Eyþings, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Eyjafjarðarsvæðinu. Til umfjöllunar hefur verið að það hyllir undir beint flug til Akureyrar frá Kaupmannahafnar. Þetta er í sjálfu sér mikil gleðitíðindi fyrir okkur sem búum á þessu svæði. Það er innan við þriggja tíma akstursfjarlægð frá þessu svæði. Og sömuleiðis er býður þetta uppá möguleika fyrir norðlendinga að nýta þessa gátt sem opnast hér. Já, við erum ágætlega sátt við þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Fljúga til Egilsstaða ef Íslendingar borga með Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þess vænst að flogið verði tvisvar í viku og að flugið hefjist í maí. 22. september 2015 09:16