Hagsmunaátök í stað lagareglna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 8. október 2015 07:00 Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar