Hagsmunaátök í stað lagareglna? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 8. október 2015 07:00 Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Gamall kennari minn úr menntaskóla, Tryggvi Gíslason, sendir mér orðsendingu í Fréttablaðinu 6. október vegna greinar sem ég skrifaði nýverið um val á nýjum dómurum og sjónarmið sem ég tel að hljóti að verða lögð til grundvallar við val þeirra. Þar lagði ég áherslu á hæfni í lögfræði, það er að segja hæfni til að dæma mál eftir lagareglum og öðrum réttarheimildum. Kynferði umsækjenda eigi ekki að skipta neinu máli enda hljóti menn að iðka sömu lögfræði án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Málsúrslit eigi að verða hin sömu hvers kyns sem dómarinn er. Tryggvi mótmælir þessu. Segja má að sjónarmiðinu sem hann teflir fram í grein sinni verði best lýst með eftirfarandi orðréttri tilvitnun í greinina: „Auk þess þarf að taka tillit til ólíkra viðhorfa þegar leyst er úr ágreiningi manna. Og þótt ekki væri nema af þeim sökum eiga í Hæstarétti að sitja dómarar sem talist gætu einhvers konar þverskurður af fólkinu í landinu.“ Ágreiningurinn liggur þá í því að Tryggvi telur að ekki eigi að komast að niðurstöðum í dómsmálum með beitingu réttarheimilda, heldur eigi þar að fara fram einhvers konar hagsmunaátök milli „ólíkra viðhorfa“. Mikið er ég glaður yfir því að Tryggvi skyldi ekki kenna mér lögfræði í gamla daga því ekki er víst að ég hefði nokkurn tíma beðið þess bætur.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar