Bílaleigubílar 47% seldra bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 10:41 Sala jepplinga hefur verið í miklum blóma á Íslandi í ár. Hér sést Nissan Qashqai. Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í ár hafa verið seldir 12.418 bílar og þar af 5.823 bílaleigubílar, eða 47% þeirra. Þeir voru 4.360 á sama tíma í fyrra. Fjölgun seldra bíla á árinu er 42% en 34% í bílaleigubílum. Það þýðir að fjölgun seldra bíla til almennings er meiri en í bílaleigubílum. Söluhæsta bílaumboð ársins er BL með 2.806 bíla og því ljóst að umboðið muni selja meira en 3.000 bíla í ár. BL seldi 197 bíla í september og ef salan verður viðlíka í þessum mánuði mun það takmark nást fyrir mánaðarmót og sala BL verða kringum 3.400 bíla í ár. Næstsöluhæsta umboðið er Hekla með 2.333 selda bíla og í þriðja sæti Toyota með 2.139 bíla. Mesti vöxtur í sölu á milli ára er hjá Toyota, en þar er 55% vöxtur. Hjá Brimborg nemur vöxturinn 49% og hjá BL 48%. Þar á eftir kemur Askja með 44% vöxt, Bernhard með 38% og Hekla með 37% vöxt.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira