Heimir: Reyndi að dreifa athyglinni frá leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 19:42 Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, var í áhugaverðu viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir tímabilið sem kláraðist um helgina. „Ég veit það ekki. Ég fann ekki fyrir létti að hafa unnið mótið. Ég fann fyrir meiri gleði og ánægju að hafa landað þessu. Mér fannst við spila vel í seinni umferðinni og vorum komnir með gott forskot þegar þrjár umferðir voru eftir,“ sagði Heimir, aðspurður hvort hann hafi fundið meiri létti eða gleði eftir að FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Talsverð pressa var á FH í sumar en fyrirfram bjuggust flestir við því að liðið myndi vinna Íslandsmeistaratitilinn næsta auðveldlega, enda var leikmannahópurinn styrktur verulega í vetur. En fannst Heimi vera öðruvísi pressa á FH í sumar en áður?Heimir gerði FH að Íslandsmeisturum í fjórða sinn í sumar.vísir/antonMeiri pressa frá fjölmiðlum en áður „Pressan sem er á FH er alltaf sú sama. Það er sú pressa sem við setjum á okkur sjálfa að standa okkur vel og vera í keppni um þá titla sem í boði eru,“ sagði Heimir. „Hins vegar var meiri pressa frá fjölmiðlum en oft áður, þ.e.a.s. að þetta átti að vera þannig að við áttum að labba í gegnum mótið en það er bara ekki þannig. En ég fann í sjálfu sér ekkert fyrir þessari pressu sjálfur,“ sagði Heimir sem viðurkenndi að hafa notað fjölmiðla til að beina athyglinni frá leikmönnum FH. Fyrir tímabilið sagði hann í viðtali í Akraborginni að 365 miðlar ynnu markvisst af því að taka pressuna af KR og færa hana yfir á FH og Stjörnuna. Um mitt sumar hjólaði Heimir svo í Hjörvar Hafliðason, sérfræðing Pepsi-markanna, í Akraborginni. Að sögn Heimis var þetta með ráðum gert til að létta pressunni af leikmönnum FH.FH-ingar unnu sjö leiki í röð í seinni umferðinni.vísir/andri marinóÞarf að biðja Hjörvar afsökunar „Já, maður þarf alltaf að hjálpa leikmönnunum. Ég þurfti að reyna að dreifa athyglinni aðeins frá FH á köflum og reyna að koma henni yfir einhverja aðra. En það breytti því ekki að pressan sem var á mér var svipuð og venjulega. „Þetta var allt partur af prógramminu,“ sagði Heimir og hló. „Ég þarf að biðja Hjörvar einhvern tímann afsökunar á þessu.“ Heimir segir pressuna á FH ekki hafa verið ósanngjarna en sagði þó að FH-ingar hafi oft átt meira hrós skilið en þeir fengu í fjölmiðlum, og þá sérstaklega eftir sigurleiki. „Nei, eina sem mér fannst var að, eins og Davíð Þór (Viðarsson, fyrirliði FH) hefur komið inn á, þegar FH var að spila og vann leikinn, þá var andstæðingnum oft hampað meira heldur en FH-liðinu. Það er það eina. Mér fannst að leikmenn FH ættu oft meira hrós skilið frá fjölmiðlum.“Blikar voru helsti keppinautur FH um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.vísir/andri marinóErfiðara en áður Heimir að það sé erfiðara að vinna Íslandsmeistaratitilinn nú en áður því liðin séu jafnari. „Blikarnir voru virkilega góðir og gríðarlega sterkir varnarlega. Valsmenn undir stjórn Óla Jóh voru góðir, KR-ingar, Fjölnismenn og Stjörnumenn, þótt þetta hafi verið vonbrigðatímabil hjá þeim. En við vitum að þeir eru með gott lið og þeir eiga eftir að læra af þessu tímabili. „Það er orðið miklu erfiðara að vinna leikina stórt. Liðin eru vel skipulögð og vel þjálfuð, þannig að þetta er alltaf að verða erfiðara og erfiðara,“ sagði Heimir og bætti því að það hefði tekið tíma að slípa lið FH saman enda urðu nokkrar breytingar á liðinu frá því í fyrra. „Ef við tölum bara um fyrri umferðina, þá gerðum við okkur grein fyrir því að það tæki tíma að slípa þetta saman eftir talsverðar breytingar í vetur. Þess vegna lögðum við upp með að vera vel skipulagðir og gefa fá færi á okkur og mér fannst það ganga vel í flestum leikjum. Og í byrjun bjóða vellirnir ekki endilega upp á neinn sambabolta og þá þurfa aðrir hlutir að vera í lagi sem og þeir voru hjá okkur,“ sagði Heimir um spilamennsku FH í fyrri umferðinni sem á köflum gagnrýnd.Emil var valinn leikmaður ársins af leikmönnum Pepsi-deildarinnar.vísir/andri marinóEmil breyttist í toppleikmann Heimir ræddi einnig um Emil Pálsson sem kom eins og stormsveipur inn í lið FH um mitt sumar eftir að hafa verið lánaður til Fjölnis í byrjun tímabils. „Emil fór úr því að vera slarkfær leikmaður í efstu deild í að vera toppleikmaður,“ sagði Heimir um breytinguna á Emil í sumar. „Ég las viðtal við hann þar sem hann sagðist hafa hugsað með sér hvort þetta væri búið hjá FH. Ég var með hugmyndir um hvernig við gætum þróað hann sem leikmann. Ég man þegar ég tilkynnti honum þetta, þá spurði hann: „Er ég þá út úr myndinni hjá FH?“ Ég útskýrði fyrir honum að svo væri það ekki,“ sagði Heimir um þá ákvörðun að lána Emil til Fjölnis. „Ég vann þetta með Óla Palla (Ólafi Páli Snorrasyni, spilandi aðstoðarþjálfara Fjölnis og fyrrverandi leikmanni FH) og við fórum yfir hvernig þetta ætti að vera gert og við vorum báðir sammála um að þetta væri rétt ákvörðun. „Hann festi sig í sessi hjá Fjölni og það gekk gríðarlega vel hjá honum þar. Þegar hann kom til baka var hann búinn að ná þessum stöðugleika sem hann vantaði áður. Hann var notaður í nokkrum stöðum til að byrja með en síðan fór hann inn á miðjuna og leit ekki til baka eftir það,“ bætti Heimir við en Emil var valinn leikmaður ársins af leikmönnum Pepsi-deildarinnar að tímabilinu loknu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Heimir m.a. um varnarmanninn umdeilda Kassim Doumbia, fjölmiðlabannið sem FH-ingar fóru í og framhaldið hjá sér og FH-liðinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. 26. september 2015 17:19 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. 3. október 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. 1. október 2015 06:00 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, var í áhugaverðu viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í útvarpsþættinum Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir tímabilið sem kláraðist um helgina. „Ég veit það ekki. Ég fann ekki fyrir létti að hafa unnið mótið. Ég fann fyrir meiri gleði og ánægju að hafa landað þessu. Mér fannst við spila vel í seinni umferðinni og vorum komnir með gott forskot þegar þrjár umferðir voru eftir,“ sagði Heimir, aðspurður hvort hann hafi fundið meiri létti eða gleði eftir að FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Talsverð pressa var á FH í sumar en fyrirfram bjuggust flestir við því að liðið myndi vinna Íslandsmeistaratitilinn næsta auðveldlega, enda var leikmannahópurinn styrktur verulega í vetur. En fannst Heimi vera öðruvísi pressa á FH í sumar en áður?Heimir gerði FH að Íslandsmeisturum í fjórða sinn í sumar.vísir/antonMeiri pressa frá fjölmiðlum en áður „Pressan sem er á FH er alltaf sú sama. Það er sú pressa sem við setjum á okkur sjálfa að standa okkur vel og vera í keppni um þá titla sem í boði eru,“ sagði Heimir. „Hins vegar var meiri pressa frá fjölmiðlum en oft áður, þ.e.a.s. að þetta átti að vera þannig að við áttum að labba í gegnum mótið en það er bara ekki þannig. En ég fann í sjálfu sér ekkert fyrir þessari pressu sjálfur,“ sagði Heimir sem viðurkenndi að hafa notað fjölmiðla til að beina athyglinni frá leikmönnum FH. Fyrir tímabilið sagði hann í viðtali í Akraborginni að 365 miðlar ynnu markvisst af því að taka pressuna af KR og færa hana yfir á FH og Stjörnuna. Um mitt sumar hjólaði Heimir svo í Hjörvar Hafliðason, sérfræðing Pepsi-markanna, í Akraborginni. Að sögn Heimis var þetta með ráðum gert til að létta pressunni af leikmönnum FH.FH-ingar unnu sjö leiki í röð í seinni umferðinni.vísir/andri marinóÞarf að biðja Hjörvar afsökunar „Já, maður þarf alltaf að hjálpa leikmönnunum. Ég þurfti að reyna að dreifa athyglinni aðeins frá FH á köflum og reyna að koma henni yfir einhverja aðra. En það breytti því ekki að pressan sem var á mér var svipuð og venjulega. „Þetta var allt partur af prógramminu,“ sagði Heimir og hló. „Ég þarf að biðja Hjörvar einhvern tímann afsökunar á þessu.“ Heimir segir pressuna á FH ekki hafa verið ósanngjarna en sagði þó að FH-ingar hafi oft átt meira hrós skilið en þeir fengu í fjölmiðlum, og þá sérstaklega eftir sigurleiki. „Nei, eina sem mér fannst var að, eins og Davíð Þór (Viðarsson, fyrirliði FH) hefur komið inn á, þegar FH var að spila og vann leikinn, þá var andstæðingnum oft hampað meira heldur en FH-liðinu. Það er það eina. Mér fannst að leikmenn FH ættu oft meira hrós skilið frá fjölmiðlum.“Blikar voru helsti keppinautur FH um Íslandsmeistaratitilinn í sumar.vísir/andri marinóErfiðara en áður Heimir að það sé erfiðara að vinna Íslandsmeistaratitilinn nú en áður því liðin séu jafnari. „Blikarnir voru virkilega góðir og gríðarlega sterkir varnarlega. Valsmenn undir stjórn Óla Jóh voru góðir, KR-ingar, Fjölnismenn og Stjörnumenn, þótt þetta hafi verið vonbrigðatímabil hjá þeim. En við vitum að þeir eru með gott lið og þeir eiga eftir að læra af þessu tímabili. „Það er orðið miklu erfiðara að vinna leikina stórt. Liðin eru vel skipulögð og vel þjálfuð, þannig að þetta er alltaf að verða erfiðara og erfiðara,“ sagði Heimir og bætti því að það hefði tekið tíma að slípa lið FH saman enda urðu nokkrar breytingar á liðinu frá því í fyrra. „Ef við tölum bara um fyrri umferðina, þá gerðum við okkur grein fyrir því að það tæki tíma að slípa þetta saman eftir talsverðar breytingar í vetur. Þess vegna lögðum við upp með að vera vel skipulagðir og gefa fá færi á okkur og mér fannst það ganga vel í flestum leikjum. Og í byrjun bjóða vellirnir ekki endilega upp á neinn sambabolta og þá þurfa aðrir hlutir að vera í lagi sem og þeir voru hjá okkur,“ sagði Heimir um spilamennsku FH í fyrri umferðinni sem á köflum gagnrýnd.Emil var valinn leikmaður ársins af leikmönnum Pepsi-deildarinnar.vísir/andri marinóEmil breyttist í toppleikmann Heimir ræddi einnig um Emil Pálsson sem kom eins og stormsveipur inn í lið FH um mitt sumar eftir að hafa verið lánaður til Fjölnis í byrjun tímabils. „Emil fór úr því að vera slarkfær leikmaður í efstu deild í að vera toppleikmaður,“ sagði Heimir um breytinguna á Emil í sumar. „Ég las viðtal við hann þar sem hann sagðist hafa hugsað með sér hvort þetta væri búið hjá FH. Ég var með hugmyndir um hvernig við gætum þróað hann sem leikmann. Ég man þegar ég tilkynnti honum þetta, þá spurði hann: „Er ég þá út úr myndinni hjá FH?“ Ég útskýrði fyrir honum að svo væri það ekki,“ sagði Heimir um þá ákvörðun að lána Emil til Fjölnis. „Ég vann þetta með Óla Palla (Ólafi Páli Snorrasyni, spilandi aðstoðarþjálfara Fjölnis og fyrrverandi leikmanni FH) og við fórum yfir hvernig þetta ætti að vera gert og við vorum báðir sammála um að þetta væri rétt ákvörðun. „Hann festi sig í sessi hjá Fjölni og það gekk gríðarlega vel hjá honum þar. Þegar hann kom til baka var hann búinn að ná þessum stöðugleika sem hann vantaði áður. Hann var notaður í nokkrum stöðum til að byrja með en síðan fór hann inn á miðjuna og leit ekki til baka eftir það,“ bætti Heimir við en Emil var valinn leikmaður ársins af leikmönnum Pepsi-deildarinnar að tímabilinu loknu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Heimir m.a. um varnarmanninn umdeilda Kassim Doumbia, fjölmiðlabannið sem FH-ingar fóru í og framhaldið hjá sér og FH-liðinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. 26. september 2015 17:19 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. 3. október 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45 Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. 1. október 2015 06:00 Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16 Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. 26. september 2015 17:19
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. 3. október 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda FH er Íslandsmeistari 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli. Þetta sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. 26. september 2015 17:45
Atli Viðar fyrstur til að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið Atli Viðar Björnsson tók í sumar athyglisvert met af goðsögnunum Rikka og Nunna þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn frá stríðslokum sem nær að skora fyrir sjö Íslandsmeistaralið en Atli Viðar hefur alls skorað 47 mörk fyrir Íslandsmeistaralið FH-inga frá 2004 til 2015. 1. október 2015 06:00
Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. 27. september 2015 12:16
Í sjöunda himni FH varð um helgina Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögu félagsins. Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í að vinna alla sjö meistaratitlana í þremur ólíkum hlutverkum. 28. september 2015 07:00