Frændsemi á Tinder Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2015 09:18 Ég ákvað að sýna gífurlegt hugrekki og þroskaða stefnumótaviðleitni með því að prófa Tinder. Hélt ég væri að demba mér út í djúpa laug rómantíkur og spennandi skilaboða. En furðu fljótt urðu flettingar í forritinu eins og tölvuleikur í símanum. Í auglýsingahléi, á biðstofunni eða rauðu ljósi. Fer eftir stigi athyglisbrestsins. Ýta til vinstri, hægri, vinstri, vinstri, vinstri, hægri – match! Eitt stig. Maður tekur kannski Tinder ekki jafn alvarlega á eins litlum markaði og sá íslenski er. Það er auðvelt að henda vörunum í körfuna en maður klárar ekki endilega viðskiptin. Svolítið eins og að vera í Kolaportinu og finnast margt sniðugt og skemmtilegt. Það passar við stílinn manns og myndi sóma sér vel sem stofustáss. En þar sem maður er bara með kort og nennir ekki að standa í því að fara í hraðbanka og taka út reiðufé þá heldur maður áfram leið sinni að næsta sölubás. Ég ákvað samt að hugsa minn gang eftir óþægilegt atvik um daginn. Þá var ég í heilalausum flettingarleik að ýta piparsveinum landsins hverjum í sína áttina yfir morgunkaffinu. Allt í einu birtist frændi sætur og strokinn fyrir framan mig. Þar sem þjálfaður þumalfingurinn er orðinn svo skilyrtur og sjálfstæður í karlamálum mínum, fleygði hann frænda á ógnarhraða lengst til hægri. Ég gaf frænda undir fótinn! Ég fann óeðlið krauma í maganum þegar risastórir grænir stafir mynduðu orðið LIKE yfir skjáinn minn. Sem er ekki hægt að taka til baka, sko. Ég vona að frændi sé ekki orðinn jafn firrtur og ég þannig að óþægilegasta match sögunnar gerist ekki í mínum síma. Svo ég tali nú ekki um jólaboðið eftir fáeinar vikur. Ég íhuga nú að fá mér Nokia 3110 og halda mig við Snake. Sumt fólk á aldrei að eignast snjallsíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ég ákvað að sýna gífurlegt hugrekki og þroskaða stefnumótaviðleitni með því að prófa Tinder. Hélt ég væri að demba mér út í djúpa laug rómantíkur og spennandi skilaboða. En furðu fljótt urðu flettingar í forritinu eins og tölvuleikur í símanum. Í auglýsingahléi, á biðstofunni eða rauðu ljósi. Fer eftir stigi athyglisbrestsins. Ýta til vinstri, hægri, vinstri, vinstri, vinstri, hægri – match! Eitt stig. Maður tekur kannski Tinder ekki jafn alvarlega á eins litlum markaði og sá íslenski er. Það er auðvelt að henda vörunum í körfuna en maður klárar ekki endilega viðskiptin. Svolítið eins og að vera í Kolaportinu og finnast margt sniðugt og skemmtilegt. Það passar við stílinn manns og myndi sóma sér vel sem stofustáss. En þar sem maður er bara með kort og nennir ekki að standa í því að fara í hraðbanka og taka út reiðufé þá heldur maður áfram leið sinni að næsta sölubás. Ég ákvað samt að hugsa minn gang eftir óþægilegt atvik um daginn. Þá var ég í heilalausum flettingarleik að ýta piparsveinum landsins hverjum í sína áttina yfir morgunkaffinu. Allt í einu birtist frændi sætur og strokinn fyrir framan mig. Þar sem þjálfaður þumalfingurinn er orðinn svo skilyrtur og sjálfstæður í karlamálum mínum, fleygði hann frænda á ógnarhraða lengst til hægri. Ég gaf frænda undir fótinn! Ég fann óeðlið krauma í maganum þegar risastórir grænir stafir mynduðu orðið LIKE yfir skjáinn minn. Sem er ekki hægt að taka til baka, sko. Ég vona að frændi sé ekki orðinn jafn firrtur og ég þannig að óþægilegasta match sögunnar gerist ekki í mínum síma. Svo ég tali nú ekki um jólaboðið eftir fáeinar vikur. Ég íhuga nú að fá mér Nokia 3110 og halda mig við Snake. Sumt fólk á aldrei að eignast snjallsíma.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun