Marvin: Okkur vantar enn þá þann stóra Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 07:30 Marvin Valdimarsson. vísir/valli Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson. Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Lengjubikar karla í körfubolta á laugardaginn, en bikarmeistararnir höfðu betur gegn Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslitaleiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi. Marvin Valdimarsson, framherji Stjörnumanna, var næst stigahæstur í liði Stjörnunnar með 15 stig auk þess sem hann tók sex fráköst. „Við spiluðum vel. Varnarleikurinn var góður og við náðum að stoppa þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir Marvin við Fréttablaðið. Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir Stjörnuna sem náði að halda annars vel spilandi Þórsliði undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar undir sextíu stigum. „Okkar sóknarleikur var ekkert frábær en við náðum að riðla þeirra sóknarleik og stoppa þeirra bestu menn eins og Þorstein, Ragnar Örn og Ragga stóra auðvitað. Tómas Heiðar spilaði líka flotta vörn á Kanann þeirra,“ segir Marvin. Tómas Heiðar Holton, sem bauð upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar er honum ætlað að fylla í skarð Dags Kár Jónssonar sem fór í háskóla í Bandaríkjunum. „Maður hefur kynnst því að spila núna með Tomma hversu þægilegt það er. Hann tekur ekki neitt frá neinum og er góður sendingamaður og auðvitað frábær skotmaður. Hann er líka bara geðugur piltur sem hefur alltaf verið líst sem miklum liðsmanni,“ segir Marvin. Stjarnan mætir inn í Dominos-deildina með gott lið og er líklegt til afreka. Liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir Dag Kár. „Ég held við séum orðnir fullmannaðir. Ég allavega veit ekki betur. Þetta lið hefur styrkleika til að gera atlögu að titlinum. Við ætlum okkur allavega ekki að sætta okkur við eitthvað miðjumoð,“ segir Marvin sem vill vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Við urðum bikarmeistarar og unnum þar KR sem er alltaf spáð titlinum. Við höfum sýnt undanfarin ár að við getum unnið KR. Það er búið að vera virkilega gaman að vinna bikarmeistaratitilinn undanfarin ár en okkur vantar enn þann stóra,“ segir Marvin Valdimarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira