Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona í 1-1 jafntefli gegn Chievo í dag en Hellas Verona er enn án sigurs í ítölsku úrvalsdeildinni.
Emil lék allar nítíu mínútur leiksins en Eros Pisano kom Hellas Verona yfir tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Argentínska miðjumanninum Lucas Castro tókst hinsvegar að tryggja Chievo stig með jöfnunarmarki tíu mínútum fyrir leikslok.
Var um að ræða nágrannaslag að ræða milli liðanna í Verona en jafnteflið þýðir að Verona er enn án sigurs eftir sjö umferðir.
Jafnt í borgarslagnum í Verona
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn



Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti



Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM
Körfubolti

Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn