Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. október 2015 19:05 Christian hefur beðið í þrjú ár eftir því að mál hans verði tekið fyrir. Mynd/Stöð 2 Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. Þeir segja að niðurstaðan sé mikið áfall en annar þeirra, samkynhneigður Nígeríumaður hefur verið á flótta í fimmtán ár. Hæstiréttur hafnaði kröfu þeirra um að umsókn þeirra um hæli yrði tekin til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun og felld yrði úr gildi ákvörðun stofnunarinnar um að senda þá til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina í heild í spilaranum neðst í fréttinni. Bjó á götunni á Ítalíu Christian Kwaku Boadi er frá Ghana, en hann hefur beðið í nær þrjú ár eftir því að mál hans verði afgreitt. Hann vinnur nú á veitingastaðnum Lækjarbrekku og er að læra íslensku. Christian segist óttast mest að vera sendur aftur til Ghana, þar sem faðir hans var myrtur og hann bjó við sult og seyru. En næstmest óttast hann að vera sendur til Ítalíu en þar bjó hann á götunni sem hælisleitandi áður en hann kom til Íslands. Innanríkisráðuneytið er yfir málaflokknum.Fréttablaðið/Valli Jón Tryggvi Jónsson eigandi Lækjarbrekku, vinnuveitandi Christians segist ekki skilja hvað sé í gangi. Christian sé í vinnu á Íslandi, hann greiði skatta og sé farinn að skilja íslensku. Hann segir hann geta gengið að vinnunni vísri ef hann fær að vera áfram. Allir vinnufélagar hans vilji hafa hann áfram í landinu. Bjó við öryggi í fyrsta sinnMartin Omulu er frá Nígeríu. Hann er samkynhneigður og hefur verið á flótta í fimmtán ár vegna ofsókna heima fyrir. Hann kom til Íslands fyrir tæpum þremur árum, er að læra íslensku og á hér stóran vinahóp sem stendur við bakið á honum. Hann segist hafa búið við öryggi hér í fyrsta sinn á ævinni og hann hafi litið á landið sem heimili sitt. Hann segist ekki hafa búist við því að íslenskur dómstóll myndir hafna umsókn hans um hæli. Allt hafi verið tekið frá honum með þessari ákvörðun. Hann segist vonast til þess að ráðherrann og Útlendingastofnun sýni honum mannúð og sendi hann ekki burt. Treystir því að ráðherra taki í taumanaRagnar Aðalsteinsson lögmaður þeirra skrifaði innanríkisráðherra í morgun og mótmælti því að þeir yrðu sendir aftur til Ítalíu enda stangaðist það á við orð ráðherrans sjálfs á Alþingi um að það væri ótryggur staður fyrir hælisleitendur. „Evrópa hefur ákveðið að taka rúmlega fimmtíu þúsund flóttamenn frá Ítalíu en við erum að velta fyrir okkur að senda þangað tvo flóttamenn á sama tíma;” segir Ragnar. Hann segist treysta því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra komi í veg fyrir að Martin og Christian verði sendir þangað í samræmi við orð hennar á Alþingi 17. september.Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent