Þjálfari NBA-meistaranna þarf að taka sér frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 10:30 Steve Kerr í leik með Golden State Warriors liðinu í fyrra. Vísir/Getty Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003). NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003).
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira