Segir ekki koma til greina að skattgreiðendur borgi fyrir skussana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2015 12:05 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Andri Marinó Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira