Umfjöllun og viðtöl: FSu - ÍR 81-91 | ÍR vann þrátt fyrir meiðsli Mitchell Bjarmi Skarphéðinsson skrifar 18. október 2015 23:00 Vísir/Vilhelm ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira