Birkir Már Sævarsson skoraði mark Hammarby í 1-4 tapi fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Með sigrinum komst Helsingborg upp í 7. sæti deildarinnar en þetta var annar sigur liðsins í röð.
Arnór Smárason var í byrjunarliði Helsingborg og lagði upp fjórða mark liðsins.
Mark Birkis kom á 41. mínútu en hann minnkaði muninn í 1-2. Þetta var annað mark hans á tímabilinu.
Ögmundur Kristinsson stóð í marki Hammarby en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn í dag.
Mark Birkis dugði skammt

Tengdar fréttir

Kári lék allan leikinn í sigri Malmö
Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mikilvægur sigur hjá AIK í toppbaráttunni
Haukur Heiðar Hauksson og félagar hans í AIK jöfnuðu Norrköping að stigum á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir unnu 0-1 sigur á Halmstads á útivelli í dag.