Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir varð í dag norskur meistari með liði sínu Lilleström.
Guðbjörg og stöllur hennar hafa haft mikla yfirburði í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þær tryggðu sér titilinn með 4-1 sigri á Arna-Björnar í dag.
Tveimur umferðum er enn ólokið en Lilleström hefur unnið 17 af 20 deildarleikjum sínum, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik.
Lilleström hefur einungis fengið á sig 12 mörk en Guðbjörg hefur haldið marki sínu hreinu í 11 af 20 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.
Lilleström á möguleika á að vinna tvöfalt í ár en liðið mætir Avaldsnes í bikarúrslitaleik þann 21. nóvember. Þá er Lilleström komið áfram í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu.
Guðbjörg meistari í Noregi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
