Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson náði fyrstu þrennu vetrarins þegar Grindavík vann eins stigs sigur, 84-85, á FSu í fyrstu umferð Domino's deildarinnar.
Jón Axel skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og var alls með 26 framlagsstig í leiknum.
Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Domino's Körfuboltakvölds, heldur bókhald yfir þrennur vetrarins á svokölluðum þrennuvegg í stúdíónu en Jón Axel var sá fyrsti til að komast þangað eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.
Körfuboltakvöld: #þrennuvaktin | Myndband
Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Fannar skammar | Myndband
Fannar Ólafsson lætur gamminn geysa.

Körfuboltakvöld: Þrennan sem aldrei varð | Myndband
Strákarnir í Domino's körfuboltakvöldi hrifust mjög af frammistöðu hins 18 ára gamla Kára Jónssonar í öruggum sigri Hauka á Snæfelli í 1. umferð Domino's deildarinnar.