81 árs gamalt hitamet féll í Neskaupstað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 17:32 Frá Neskaupsstað. vísir/gva Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Sjá meira
Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Sjá meira
Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12