Golf

Brendan Steele í forystu á Frys.com - Rory McIlroy byrjar vel

Kári Örn Hinriksson skrifar
Brendan Steele var sjóðheitur á fyrsta hring.
Brendan Steele var sjóðheitur á fyrsta hring. vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele lék besta allra á fyrsta hring á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníuríki en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni.

Steele byrjaði frábærlega og fékk sjö fugla á fyrstu níu holunum en hann lék hringinn á 63 höggum eða níu undir pari.

Venesúelamaðurinn Jhonathan Vegas er í öðru sæti á átta höggum undir pari en nýliðinn Harold Varner, sem er að leika í sínu fyrsta móti sem fullgildur meðlimur PGA-mótaraðarinnar, er í þriðja sæti á sjö höggum undir.

Rory McIlroy byrjaði einnig vel en hann lék fyrsta hring á 68 höggum eða fjórum undir pari.

Þá voru augu margra einnig á Ástralanum Jarrod Lyle sem var að snúa til baka á PGA-mótaröðina í annað sinn eftir að hafa fengið hvítblæði.

Hann lék vel og kom inn á þremur undir pari en hann var vel studdur af fjölmörgum áhorfendum á Silverado vellinum.

Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 21:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×