Verkfall í mjólkurbúðinni Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2015 07:00 Bein útsending kvöldfrétta í fyrrakvöld frá Vínbúð ríkisins var dálítið retró. Neytendur flykktust í Ríkið að birgja sig upp áður en skellt yrði í lás vegna verkfalls SFR. Þetta minnti einna helst á gamlar fréttamyndir frá áttunda áratugnum af fólki í biðröðum við mjólkurbúðir að hamstra mjólk vegna boðaðs verkfalls. Þá höfðu mjólkurbúðir nefnilega einkarétt á að selja mjólk. Það mátti brosa að þessu, ekki síst af því að lokun ÁTVR er sá hluti þessara verkfallsaðgerða sem veldur hinum almenna borgara líklega minnstu tjóni og óþægindum. Með fullri virðingu fyrir kjarabaráttu þess ágæta fólks sem vinnur í Vínbúðunum er verkfall þess því hálfskringilegt í samanburði við önnur verkföll. Við höfum nefnilega blessunarlega komist svo langt frá því að ríkið sé að stússast í því sem aðrir í samfélaginu geta sinnt með prýði, eins og verslunarrekstri. Einkaréttur ríkisins á að selja útvarpstæki er löngu úr sögunni, líka að mjólk megi bara selja í mjólkurbúðum. En verslun með neysluvöruna áfenga drykki er ennþá á hendi ríkiseinokunarfyrirtækis. Í umræðum um frumvarp á Alþingi um að sú verslun verði gefin frjáls, hefur farið mikið fyrir rökum um að þetta sé ekki bara verslunarrekstur; Vínbúðirnar takmarki aðgang að áfengi. Þess vegna er svolítið skondið að hinir meintu verðir lýðheilsunnar hafi auglýst grimmt lengri afgreiðslutíma vegna fyrirhugaðs verkfalls, einmitt til að aðgangur að áfengi skertist sem minnst. En eflaust veit starfsfólk ÁTVR sem er, að það sé snúið að fara í hart í verkfallsaðgerðum. Þá myndast bara enn meiri þrýstingur á að gera verslun með áfengi einfaldlega frjálsa. Sem er auðvitað eina vitið gegn svona tímaskekkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Verkfall 2016 Mest lesið Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Bein útsending kvöldfrétta í fyrrakvöld frá Vínbúð ríkisins var dálítið retró. Neytendur flykktust í Ríkið að birgja sig upp áður en skellt yrði í lás vegna verkfalls SFR. Þetta minnti einna helst á gamlar fréttamyndir frá áttunda áratugnum af fólki í biðröðum við mjólkurbúðir að hamstra mjólk vegna boðaðs verkfalls. Þá höfðu mjólkurbúðir nefnilega einkarétt á að selja mjólk. Það mátti brosa að þessu, ekki síst af því að lokun ÁTVR er sá hluti þessara verkfallsaðgerða sem veldur hinum almenna borgara líklega minnstu tjóni og óþægindum. Með fullri virðingu fyrir kjarabaráttu þess ágæta fólks sem vinnur í Vínbúðunum er verkfall þess því hálfskringilegt í samanburði við önnur verkföll. Við höfum nefnilega blessunarlega komist svo langt frá því að ríkið sé að stússast í því sem aðrir í samfélaginu geta sinnt með prýði, eins og verslunarrekstri. Einkaréttur ríkisins á að selja útvarpstæki er löngu úr sögunni, líka að mjólk megi bara selja í mjólkurbúðum. En verslun með neysluvöruna áfenga drykki er ennþá á hendi ríkiseinokunarfyrirtækis. Í umræðum um frumvarp á Alþingi um að sú verslun verði gefin frjáls, hefur farið mikið fyrir rökum um að þetta sé ekki bara verslunarrekstur; Vínbúðirnar takmarki aðgang að áfengi. Þess vegna er svolítið skondið að hinir meintu verðir lýðheilsunnar hafi auglýst grimmt lengri afgreiðslutíma vegna fyrirhugaðs verkfalls, einmitt til að aðgangur að áfengi skertist sem minnst. En eflaust veit starfsfólk ÁTVR sem er, að það sé snúið að fara í hart í verkfallsaðgerðum. Þá myndast bara enn meiri þrýstingur á að gera verslun með áfengi einfaldlega frjálsa. Sem er auðvitað eina vitið gegn svona tímaskekkju.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun