Kynningarfundur deildarinnar stendur nú yfir þar sem tímabilið er kynnt. Stöð 2 Sport mun sýna fleiri leiki en áður og einnig vera með sérstakan uppgjörsþátt á föstudagskvöldum.
KR er búið að vinna karladeildina tvö ár í röð og er enn með geysiöflugt lið. Þeir bættu meðal annars við sig landsliðsmanninum, Ægi Þór Steinarssyni.
Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, er komin heim í Hauka og liðið verður óstöðvandi með hana innanborðs samkvæmt spánni.
Hér að neðan má sjá spána.
Dominos-deild karla:
- KR - 426 stig
- Tindastóll - 362
- Stjarnan - 354
- Haukar - 340
- Þór Þ. - 270
- Njarðvík - 234
- Grindavík - 226
- Keflavík - 175
- FsU - 141
- Snæfell - 105
- ÍR - 95
- Höttur - 74
Dominos-deild kvenna:
- Haukar - 144 stig
- Keflavík - 107
- Valur - 86
- Stjarnan - 80
- Snæfell - 73
- Grindavík - 67
- Hamar - 30