Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2015 12:00 Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvað grandaði flugi MH17 Vísir/Getty Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar
MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52
Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56
Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29