Nýr Volvo XC40 jepplingur 2018 Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 10:37 Gæti Volvo XC40 jepplingurinn litið svona út? Autoblog Nú seljast minni jepplingar einkar vel í heiminum og bílaframleiðendur hafa fjölgað þeim mikið undanfarið. Enn má þó gera ráð fyrir nokkurri fjölgun slíkra bíla. Volvo ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum og hyggst kynna þannig jeppling árið 2018 og líklegt þykir að hann muni fá stafina XC40. Yrði hann á stærð við Audi Q3. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir að það sé forgangsatriði hjá Volvo að setja á markað lítinn jeppling, en hann vildi ekki staðfest hvaða nafn hann myndi bera. Nær öruggt er að þessi bíll verði framleiddur í Ghent í Belgíu, en þar er fyrir smíðaðir V40, V40 Cross Country, S60 og XC60 bílarnir. Nýr jepplingur yrði byggður á sama undirvagni og þeir. Aðaltromp Volvo um þessar mundir, nýi jeppinn XC90, er hinsvegar smíðaður í Torslanda í Svíþjóð og þar var einnig smíðaður S60 bíllinn. Þar sem XC90 jeppinn selst svo vel var hætt að framleiða S60 þar svo nýta mætti alla verksmiðjuna við smíði jeppans. Pantanir í hann eru nú orðnar 65.000, en Volvo gerði ráð fyrir að þær yrðu mest 50.000 í ár. Volvo stefnir á sölu 500.000 bílum í ár og 800.000 bílum árið 2020. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent
Nú seljast minni jepplingar einkar vel í heiminum og bílaframleiðendur hafa fjölgað þeim mikið undanfarið. Enn má þó gera ráð fyrir nokkurri fjölgun slíkra bíla. Volvo ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þeim efnum og hyggst kynna þannig jeppling árið 2018 og líklegt þykir að hann muni fá stafina XC40. Yrði hann á stærð við Audi Q3. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, segir að það sé forgangsatriði hjá Volvo að setja á markað lítinn jeppling, en hann vildi ekki staðfest hvaða nafn hann myndi bera. Nær öruggt er að þessi bíll verði framleiddur í Ghent í Belgíu, en þar er fyrir smíðaðir V40, V40 Cross Country, S60 og XC60 bílarnir. Nýr jepplingur yrði byggður á sama undirvagni og þeir. Aðaltromp Volvo um þessar mundir, nýi jeppinn XC90, er hinsvegar smíðaður í Torslanda í Svíþjóð og þar var einnig smíðaður S60 bíllinn. Þar sem XC90 jeppinn selst svo vel var hætt að framleiða S60 þar svo nýta mætti alla verksmiðjuna við smíði jeppans. Pantanir í hann eru nú orðnar 65.000, en Volvo gerði ráð fyrir að þær yrðu mest 50.000 í ár. Volvo stefnir á sölu 500.000 bílum í ár og 800.000 bílum árið 2020.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent