Benz seldi meira en BMW og Audi þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:59 Mercedes Benz GLC Autoblog Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent