Pútín vill að Bandaríkjamenn taki þátt í að styrkja stjórn Assads Sýrlandsforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2015 07:00 Bashar al Assad Sýrlandsforseti tók í höndina á Vladimír Pútín á fundi þeirra í Moskvu árið 2006, þegar Assad naut líka stuðnings víða á Vesturlöndum. nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar einir séu í fullum rétti við að varpa sprengjum á Sýrland. Sprengjuárásir Bandaríkjanna og annarra séu brot á alþjóðalögum. Munurinn liggi í því að sýrlensk stjórnvöld hafi farið fram á aðstoð Rússa. „Öll önnur lönd, sem til þessa hafa tekið þátt í aðgerðum í Sýrlandi, gera það ólöglega vegna þess að ekki er til nein ályktun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þessar aðgerðir, og engin opinber beiðni frá sýrlenskum stjórnvöldum,“ sagði Pútín í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni Rossíja-1. Þá sagði Pútín að Bandaríkin og aðrir sem hafa staðið í hernaði gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi ættu að starfa með Rússum. Þannig gætu aðgerðir þeirra orðið lögmætar. „Úr því við erum með umboð til aðgerða frá sýrlenskum stjórnvöldum, þá væri einfalda lausnin sú að aðrir gengju til liðs við okkur og störfuðu samkvæmt þessu sama umboði,“ sagði Pútín. Rússar hafa verið gagnrýndir fyrir að varpa ekki sprengjum á liðsmenn Íslamska ríkisins eða annarra hryðjuverkasamtaka heldur á liðsmenn lögmætra uppreisnarsveita sem sumar hafa haft stuðning Bandaríkjanna. Pútín svaraði því til að Rússar myndu fegnir þiggja nánari upplýsingar um það hvar þeir ættu að varpa sprengjum sínum: „Ef þeir þekkja aðstæðurnar á jörðu niðri betur en við og hafa þegar verið að athafna sig þar í meira en ár – ólöglega, að vísu, en á staðnum samt sem áður – ef þeir vita betur en við (og ég efast um að svo sé, en látum sem það sé hugsanlegt), þá ættu þeir að gefa okkur upplýsingar um skotmörk og við myndum beina aðgerðum okkar að þessum skotmörkum.“ Í viðtalinu staðfesti Pútín jafnframt að tilgangur árása rússneska hersins á uppreisnarmenn í Sýrlandi væri að styrkja stöðu stjórnar Bashars al Assad forseta: „Verkefni okkar er að festa í sessi hina lögmætu stjórn og skapa þær aðstæður að mögulegt verði að leita eftir pólitískri málamiðlun.“ Bandaríkjamenn og flest önnur ríki á Vesturlöndum líta svo á að Pútín sé þarna á algjörum villigötum. Assad Sýrlandsforseta sé engan veginn treystandi, enda hafi loftárásir stjórnarhersins á almenning líklega kostað eitthvað á annað hundrað þúsund manns, hið minnsta, lífið. Flóttafólkið frá Sýrlandi sé flest að flýja undan hernaði stjórnarinnar, ekki undan ofbeldi hryðjuverkamanna eða annarra uppreisnarmanna. Loks viðurkenndi Pútín fúslega að efnahagsþrengingar Rússlands undanfarið ættu sinn þátt í nýrri áherslu stjórnvalda á hernaðaruppbyggingu innanlands. Í staðinn fyrir að kaupa hernaðargögn að utan, þegar olíutekjur Rússlands gátu staðið undir því, væri nú nauðsynlegt að efla innlenda hergagnaframleiðslu. „Með öðrum orðum, að varnarmálaiðnaðurinn knýi áfram hagvöxtinn?“ spurði sjónvarpsmaðurinn Vladimír Solovjov, spyrjandinn í viðtalinu. „Já, það er rétt,“ svaraði Pútín. „Þannig er gangur mála um allan heim – í Bandaríkjunum, Evrópu, Kína og Indlandi.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15