Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius skrifar 13. október 2015 07:00 Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur!
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun