42% aukning í sölu Opel atvinnubíla Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:45 Opel atvinnubílar. Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Mikil gleði ríkir í herbúðum Opel þessa dagana. Nýjasta samantekt á bílasölu í Evrópu leiðir í ljós að hlutfallsleg söluaukning í septembermánuði er mest hjá Opel. Í þeim mánuði einum óx hún um 4,7%, eða um 5.200 eintök og leggur sig á 114.100 bíla á ársgrundvelli. Að sama skapi hefur markaðshlutdeild Opel vaxið uppí 6,21%. „Þessi vöxtur hjá okkur er enn ánægjulegri fyrir þá sök að Opel dró sig út af Rússlandsmarkaði. Við erum líka afar bjartsýnir á komandi tíma með hliðsjón af þeim góðu viðbrögðum sem nýju tegundirnar okkar eru að fá ,“ segir Peter Christian Küspert frá Opel Group. Samanburður við sama tímabil í fyrra leiðir í ljós að Opel hefur aukið sölu sína í fólksbílum til almennings á 19 markaðssvæðum. Þá hefur atvinnubílahlutinn hjá Opel átt mikilli velgengni að fagna með 42% aukningu í nýskráningum fyrstu níu mánuði ársins. Vinnuþjarkarnir Movano, Vivaro og Combo eru því augljóslega að slá í gegn hjá sínum markhópi.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent