Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. Þetta er í annað sinn sem Tyler fer þess á leit við Trump, en nú hafa lögmenn hans sent frá sér formlegt bréf þess efnis.
Í bréfinu segir að notkun Trumps á laginu gefi fólki þá mynd að Tyler styðji framboðið með einhverjum hætti– sem hann geri ekki. Lögmennirnir hóta honum því málsókn hætti hann ekki að spila lagið hið snarasta.
