Alfreð: Það er bara á milli okkar Anton Ingi Leifsson skrifar 10. október 2015 18:37 Alfreð ósáttur í leiknum í dag. Vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12 Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09 Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45 Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Þjálfari Lettlands: „Ég gerði mistök“ Marian Pahars, þjálfari Lettlands, var að vonum sáttur eftir að hafa séð lærisveina sína vinna upp tveggja marka forskot Íslands í dag en hann sagðist hafa gert mistök þegar hann lagði leikinn upp. 10. október 2015 18:22
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Annan heimaleikinn í röð tókst strákunum okkar ekki að landa sigri gegn minni spámönnum. 10. október 2015 18:00
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Lettlands | Myndband Ísland og Lettland skyldu jöfn 2-2 í seinasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2016 í dag en Lettum tókst að jafna metin eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. 10. október 2015 18:12
Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi Ragnar Sigurðsson var vonsvikinn að leik loknum eftir 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 í dag. 10. október 2015 18:09
Strákarnir okkar í stuði í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið er 2-0 yfir gegn Lettlandi í hálfleik en spilamennska liðsins hefur verið frábær. 10. október 2015 16:45
Gylfi Þór bestur í dag | Einkunnir íslenska liðsins Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður vallarins að mati Vísis í 2-2 jafntefli Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016 en Gylfi skoraði seinna mark Íslands í leiknum. 10. október 2015 18:00