Audi R8 E-Tron á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:25 Audi R8 E-Tron við prufur á Nürburgring brautinni. Autoblog Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Langt er síðan Audi greindi frá áætlunum sínum að framleiða R8 sportbíl sinn sem rafmagnsbíl, en hætti síðan við það. Nú eru þessar áætlanir hinsvegar aftur komnar á kortið og sést hefur til slíks bíls við prufanir á Nürburgring brautinni. Þessi bíll verður með 456 hestafla drifrás og 679 pund-feta togi, nægilegt til að koma þessum ofurbíl í 100 km hraða á um 3 sekúndum. Á myndunum af bílnum að dæma er hann á annarskonar dekkjum en hefðbundinn Audi R8 og inní bílnum eru greinilega einhverskonar mælitæki sem notaðar eru við prófanir á bílnum. Ekki er ljóst hver drægni þessa bíls verður, en líklega eitthvað í ætt við 450 km drægni Tesla Model S og ljóst er að honum verður einmitt stefnt gegn þeim bíl. Þá er bara spurning hvort hann verður dýrari eða ódýrari, en margir munu fagna því að annar valkostur verði í boði sem öflugur rafmagnsbíll og ekki ætti útlitið að skemma fyrir honum þessum. Appelsínugular rendur greina R8 E-Tron frá hefðbundnum R8.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent