Erlent

15 ára sænskri og óléttri stúlku bjargað úr klóm ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Stúlkan er nú komin átta mánuði á leið.
Stúlkan er nú komin átta mánuði á leið.
Fimmtán ára óléttri sænskri stúlku hefur verið bjargað úr haldi Íslamska ríkisins. Stúlkan ferðaðist ólétt með kærasta sínum til Sýrlands, þar sem hann gekk til liðs við vígahóp sem tengist al-Qaeda. Hún er nú komin átta mánuði á leið.

Hún og kærasti hennar voru svo handsömuð af vígamönnum ISIS í borginni Aleppo í ágúst.

Samkvæmt heimildum TV4 í Svíþjóð var stúlkunni bjargað af vopnuðum sveitum Kúrda í bænum Tall Kayaf í Írak í gærmorgun. Aðgerðin var framkvæmd með vitund fjölskyldu stúlkunnar og var engum skotum hleypt af.

Samkvæmt The Local er talið að allt að 300 sænskir ríkisborgarar hafi farið til Sýrlands og tekið þátt í átökunum þar á síðustu þremur árum. Um 40 þeirra hafa fallið í átökunum og um 125 eru þar enn. Þar af um 90 karlar og 35 konur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×