Tekjur af ferðamönnum mun lægri en talið var Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Ferðamönnum á Íslandi fer fjölgandi og talið að tekjur af komu erlendra ferðamanna verði um 350 milljarðar á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira