Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2015 21:00 Það verður hart tekist á í kappræðum Repúblikana í nótt. Vísir/Getty Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Í nótt fara fram þriðju kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikanaflokksins. Efni kappræðanna að þessu sinni eru efnahagsmál en CNBC sem sýnir frá kappræðunum auglýsir þær undir slagorðinu 'Þínir peningar, þitt atkvæði'. Kappræðurnar hefjast á miðnætti en alls taka tíu frambjóðendur þátt af þeim fimmtán sem eru í framboði. Sjá má yfirlit yfir þá sem taka þátt og fyrir hvað þeir standa í myndbandinu hér fyrir neðan.Stjórnmálaskýrendur ytra búast við því að Donald Trump muni koma inn í kappræðurnar af fullum þunga en á undanförnum dögum hafa komið fram merki um að fylgi hans sé að dvína. Til marks um það leiðir taugaskurðlæknirinn Ben Carson kannanir í Iowa-fylki þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram þann 1. febrúar nk.Það er því talið víst að Trump muni freista þess að hamra á Carson til þess að styrkja stöðu sína á toppnum og er hann í raun byrjaður á þeirri herferð eins og meðfylgjandi tíst sýna.Ben Carson wants to abolish Medicare - I want to save it and Social Security.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 26, 2015 Remember that Carson, Bush and Rubio are VERY weak on illegal immigration. They will do NOTHING to stop it. Our country will be overrun!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2015 Þrátt fyrir að komið hafi fram kannanir sem sýni Carson með meira fylgi en Trump á landsvísu sýnir samantekt Huffington Post á 197 könnunum á fylgi frambjóðenda að Trump leiðir enn. Eins og sjá má eru þeir Trump og Carson með mikið forskot á aðra frambjóðendur og því ljóst að Jeb Bush og Marco Rubio þurfi að eiga stjörnukvöld ætli þeir sér að eiga möguleika á fastri búsetu í Hvíta húsinu næstu árin.Fylgi Jeb Bush hefur dottið niður frá síðustu kappræðum og hefur Marco Rubio skotist upp fyrir hann en hann situr nú í þriðja sæti. Það þýðir að Rubio færist nær miðjunni á sviðinu í nótt en Bush færist utar. Rubio þykir hafa staðið sig vel í fyrstu tveimur kappræðunum og telja margir að hann sé besta svar hins hefðbundna kjarna Repúblikanaflokksins við Donald Trump og sá eini sem eigi séns í Hillary Clinton hljóti hún útnefningu Demókrata. Ef marka má fyrstu tvær kappræðurnar má búast við miklu fjöri en kappræðurnar hefjast, eins og áður sagði á miðnætti. Fyrir þá sem ætla sér að vaka til þess að horfa á kappræðurnar er vert að benda á þessu skemmtilegu bingó-spjöld sem vefsíðan VOX bíður upp á, þau ættu að krydda umræðurnar.Here are your official Vox bingo cards for CNBC's Republican debate https://t.co/cz8x6fEHEG pic.twitter.com/Py92I4GDf7— Vox (@voxdotcom) October 28, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29 Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31 Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Myndbönd af hápunktum kappræðna Repúblikana Tíu af frambjóðendum Repúblikanaflokksins tókust á í kappræðum í gærkvöldi. 7. ágúst 2015 10:29
Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana CNN hefur tekið saman vandræðalegustu atvikin úr kappræðunum í gærkvöldi 17. september 2015 10:31
Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra. 10. september 2015 12:07