Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 16:03 Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti