Porsche Macan GTS er 360 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 15:08 Porsche Macan GTS kemur á svörtum 20 tommu felgum. Autoblog Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent
Porsche hefur nú kynnt fjórðu gerð sportjeppans Macan og hefur hann fengið stafina GTS, eins og svo margar aðrar bílgerðir Porsche skarta. Þessi gerð bílsins fellur á milli Macan S og Macan Turbo, bæði í verði og afli. Hann er með 3,0 lítra V6 bensínvél með tveimur forþjöppum og skilar 360 hesöflum. Það er 20 hestöflum meira en Macan S en 40 hestöflum minna en Macan Turbo. Macan GTS er með 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Macan GTS er 5,0 sekúndur í 100 km hraða, en 4,8 sekúndur með Sport Chrono pakkanum. Porsche hefur ekki látið duga að auka afl vélar GTS umfram Macan S, heldur er fjöðrun bílsins öðruvísi og sportlegri, hann er lægri á vegi, fær nýtt pústkerfi og bremsubúnað, kemur á 20 tommu felgum og framsætin eru sportsæti með alcantara áklæði. Porsche býður nú bílgerðirnar 911, Panamera, Cayenne, Boxter og Cayman, auk Macan nú í GTS útfærslu. Einstaklega vel teiknaður bíll, Macan og frábær í akstri.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent