Mitsubishi með meiri veltu en minni hagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:33 Mitsubishi Outlander PHEV. Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira